Hugvit ljósmæðra HSu – Ljósmóðursloppur með vösum fyrir nýbura

Herborg PálsdóttirSloppur sem hugvitssamar ljósmæður á Selfossi hönnuðu og saumuðu hefur vakið verðskuldaða athygli og mynd sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók í heimsókn sinni á HSu, hefur ratað á síður fjölmiðla.  Myndin er af Herborgu Pálsdóttur ljósmóður í sloppnum.

 

„Íslenskt hugvit: Sérhannaður heimasaumaður sloppur af ljósmæðrum á Selfossi fyrir jarðskjálfta. Fjórir innanávasar sem rúma eitt barn hver ef rýma þarf fæðingardeildina í skyndi!“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni.

 

 Þar birti hann mynd af þessari áhugaverðu uppfinningu sem líklega gæti bjargað mannslífum ef svo ber undir. Ekki veitir af, enda eru jarðskjálftar tíðir á Selfossi og í nágrenni þess og nægir að nefna Suðurlandsskjálftana sem dæmi um það.