Inflúensan og aðrar öndunarfæraveirur í áttundu viku 2013

Inflúensan í áttundu viku Í síðustu viku jókst fjöldi tilkynninga um inflúensulík einkenni lítillega miðað við vikuna á undan,  sjá mynd hér til hliðar, það virðist því ekkert draga úr inflúensunni. Í síðustu viku var inflúensa A staðfest hjá alls 18 einstaklingum í síðustu viku samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans. Þar af voru 13 með svínainflúensu A(H1) og fimm með inflúensu A(H3), sem er svipaður fjöldi greininga og í síðustu viku, sjá töflu. Hins vegar var fjölgun á inflúensu B greiningum því hún var staðfest hjá alls sjö einstaklingum í síðustu viku, en fram að því höfðu einungis sex greinst með inflúensu B. Þeir sem greindust með inflúensu B voru á öllum aldri, frá 16 – 86 ára, þar af voru þrír frá Suðurnesjum, þrír á höfuðborgarsvæðinu og einn frá Austfjörðum.

 

Hér á landi hafa alls 148 einstaklingar greinst með inflúensu A og 13 með inflúensu B, greiningar af völdum inflúenu B hafa því við verið innan við 10%. Þetta hefur verið nokkuð frábrugðið stöðunni í Evrópu í heild, en þar hefur fjöldi inflúensu A og inflúensu B greininga verið svipaður, þ.e. skipst til helminga. En við nánari athugun sést að hlutfall inflúensu A og B greininga er mjög breytilegt milli landa, sjá http://www.ecdc.europa.eu/en/publications/Publications/Forms/ECDC_DispForm.aspx?ID=1062

 

Þrír greindust með RS veiru skv.upplýsingum frá veirufræðideild Landspítalans, sem er sami fjöldi og vikuna á undan. Auk þess voru tveir með parainflúensu 3 og tveir með metapneumoveiru.

 

Mynd með frétt. Fjöldi einstaklinga með inflúensulík einkenni tilkynnt til sóttvarnalæknis frá viku 40 árið 2010 til viku 8 árið 2013

 

Tafla. Helstu öndunarfæragreiningar á veirufræðideild Landspítala veturinn 2012 – 2013

Vika

RSV

Inflúensa A H1

Inflúensa A H3

Inflúensa A ótýpuð

Inflúensa B

Parainflúensa 3

42

0

0

1

0

1

0

43

0

0

0

0

0

0

44

1

0

0

0

0

2

45

4

0

0

0

0

1

46

3

0

0

0

0

1

47

7

0

1

0

0

0

48

3

0

0

0

0

0

49

8

0

0

0

0

2

50

7

1

0

0

0

2

51

8

0

0

0

0

0

52

8

2

1

1

1

0

1

13

4

7

1

0

3

2

18

11

9

1

0

1

3

15

10

17

0

0

1

4

14

16

9

0

1

0

5

14

7

9

0

2

0

6

9

6

4

0

1

0

7

3

10

5

0

0

0

8

3

13

5

0

7

2

Samtals

138

80

68

3

13

15