Starfsmenn HSu þátttakendur í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli

Fjórir starfsmenn hjá HSu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingunni sem haldin var á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 5. okt. s.l.

Þau Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ármann Höskuldsson yfirmaður sjúkraflutninga HSu, fóru fyrir hönd HSu sem gestir, en Viðar Arason og Hrönn Arnardóttir sjúkraflutingamenn tóku fullan þátt í æfingunni.

 

Á æfingunni var verið að líkja eftir flugslysi á Reykjavíkurflugvelli. En þar átti flugvél með um 100 manns innanborðs að hafa brotlent á flugvellinum. Tilgangur æfingarinnar var að æfa saman mismunandi online casino games viðbragðsaðila í að bregðast við stórum slysum. Meðal þátttakennda voru sjúkraflutningar, slökkvilið, lögregla, slysadeild LSH, björgunarsveitir, Rauði Krossinn á Íslandi, prestar ofl. Heildarfjöldi þátttakennda voru rúmlega 400 manns.

 

HSu hefur hlutverk í hópslysaskipulagi á Reykjavíkurflugvelli, en gert er ráð fyrir því að sjúkraflutningamenn frá HSu muni koma og aðstoða sjúkraflutningaaðila á Höfuðborgarsvæðinu í svona tilfellum.

 

Æfingin tókst í alla staði mjög vel, en sjúklingar voru keyrðir í gegnum allt ferlið, þ.e. frá bráðaflokkun á vettvangi, yfir á söfnunarsvæði slasaðra og í gegnum slysa og bráðamótttöku LHS í Fossvogi og Hringbraut.

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, var æfingin mjög viðamikil og raunveruleg.  Myndirnar tók Ármann Höskuldsson.