1. áfangi nýbyggingar formlega opnaður

Fyrsti áfangi nýbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi verður formlega opnaður fimmtudaginn 24. janúar n.k. Starfsmönnum stofnunarinnar er boðin þátttaka í formlegri athöfn opnunarinnar sem hefst kl. 15:30 í anddyri nýbyggingarinnar.

 

Nýbyggingin til sýnis!


Hið nýja húsnæði verður til sýnis föstudaginn 25. janúar n.k. kl. 15:00-17:00.
Allir velkomnir.


Framkvæmdastjórn